- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Tvö skemmtiferðaskip eru nú í Grundarfjarðarhöfn. Þetta eru skipin Columbus sem er 14.903 tonn og Funchal sem er 9.563 tonn. Nokkur hluti farþega skipanna hafa farið í skoðunarferðir um Snæfellsnes en aðrir kusu að ganga um bæinn og skoða hann í fallegu og kyrrlátu veðri. Vel var tekið á móti farþegunum og var m.a. sýning hjá móttökuhópi skemmtiferðaskipa við Sögumiðstöðina sem féll í góðan jarðveg. Bæði þessi skip hafa áður komið í Grundarfjarðarhöfn og hefur t.d. áhöfn Funchal leikið knattspyrnu við heimamenn í þeim heimsóknum.