- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Slökkvilið Grundarfjarðar var kallað út tvisvar sinnum í dag, í fyrra skiptið kl. 9.01 að morgni og í seinna skiptið kl. 9.01 að kvöldi (eða kl. 21.01).
Í fyrra skiptið hafði kviknað í út frá eða kringum stromp á þaki Fiskiðjunnar Skagfirðings við Nesveg. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Níu slökkviliðsmenn voru að störfum.
Í síðara skiptið hafði kviknað í út frá gasofni í einbýlishúsi við Grundargötu. Tekist hafði að slökkva eldinn með duftslökkvitækjum þegar slökkviliðið kom á vettvang en skrúfa þurfti fyrir gasið svo að ekki færi verr og síðan að reykræsta húsið. Tíu slökkviliðsmenn voru á vettvangi.
Mikil mildi er að ekki fór verr í þessum tilvikum og slökkviliðsmönnum eru færðar þakkir fyrir vel unnið starf.