Á fundi fræðslunefndar bæjarins 13. mars sl. var rætt um skipan daggæslumála, stuðning sveitarfélagsins við daggæslu ungra barna og kynningu á úrræðum. Hér koma nokkrir punktar um daggæslumálefni í Grundarfirði.  

 

Leikskólinn Sólvellir tekur alla jafna inn börn við 2ja ára aldur, en börn geta þó verið yngri þegar þau komast inn.

Starf dagforeldra er mjög mikilvægt, börnin eru ung þegar þau fara í vistun til þeirra eða á aldrinum 9 mánaða til eins árs og dvelja hjá þeim þar til þau eru u.þ.b. tveggja ára. Um daggæslu barna í heimahúsum gildir reglugerð félagsmálaráðuneytisins nr. 907/2005. Hún tekur til gæslu barna fram að grunnskólaaldri í heimahúsum, sem rekin er í atvinnuskyni. Þar segir að sveitarfélögin beri ábyrgð á því að höfð sé umsjón og eftirlit með starfsemi dagforeldra. Ennfremur að það sé félagsmálanefnd/ráð í hverju sveitarfélagi sem ber almenna ábyrgð á velferð barna í sveitarfélaginu og skuli sjá til þess að aðbúnaði þeirra sé ekki áfátt. Segir að félagsmálanefnd (félagsþjónustan) skuli veita leyfi til daggæslu barna í heimahúsum og þannig er það á Snæfellsnesi, hér sér Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga um daggæslumálefni.

 

Sjá greinina í heild sinni hér.