Allir sem eiga að fara í sóttkví þurfa að hafa tilkynna sig hjá heilsugæslustöðinni sinni (HVE, Grundarfirði, sími 432-1350) eða gegnum netspjall á heilsuvera.is. Þetta er ekki val - heldur skylda.

Samkvæmt tilkynningu almannavarna frá í dag þurfa nú allir Íslendingar og aðrir með búsetu á Íslandi, sem koma frá útlöndum, að fara í tveggja vikna sóttkví.

Fólk sem hefur verið útsett fyrir smiti (umgengist smitaða manneskju) getur þurft í sóttkví og þarf sömuleiðis að hafa samband við heilsugæslustöðina.

Hér eru leiðbeiningar: https://www.covid.is/flokkar/sottkvi