Krista Rún, Heikir Darri og Haukur Smári ásamt Birni Braga sem stjórnar Kviss.
Krista Rún, Heikir Darri og Haukur Smári ásamt Birni Braga sem stjórnar Kviss.

Í byrjun nóvember hóf Stöð 2 leit að þátttakendum á aldrinum tíu til tólf ára, nemendum í 5. til 7. bekk, í Krakkakviss sem er nýr og skemmtilegur spurningaþáttur. Tökur á þáttunum munu fara fram í stúdíói Stöðvar 2 í lok nóvember og verða þeir sýndir í byrjun næsta árs.

Það er gaman að segja frá því að af 400 liðum komust 16 í framhaldsprufur og svo var valið í 8 liða úrslit. Af þeim á Grundarfjörður eitt lið. Þau sem skipa liðið eru þau Krista Rún Þrastardóttir, Heikir Darri Hermannsson og Haukur Smári Ragnarsson nemendur í 6. og 7. bekk í Grunnskóla Grundarfjarðar. 

Í þáttunum verða þrír keppendur saman í liði og keppa fyrir hönd íþróttafélaga, líkt og í spurningaþættinum Kviss. Stjórnendur þáttarins eru Berglind Alda Ástþórsdóttir og Mikael Emil Kaaber. 

Umsóknarferlið fór þannig fram að sett voru saman þriggja manna lið og þeim falið að taka upp myndband þar sem keppendur sögðu frá sér og liðinu. Hér má sjá kynningarmyndbandið frá þessum hressu krökkum sem að keppa fyrir hönd Ungmennafélags Grundarfjarðar. 

Við óskum þeim góðs gengis og hlökkum til að fylgjast með þeim í Krakkakviss.