Kæru Grundfirðingar! 

Talsvert hefur borið á slæmri umgengni á leikskólalóð, við biðlum því til ykkar að passa upp á að skilja ekki eftir rusl á leikskólalóð (né annarstaðar) 

Vorið er komið og þá er spennandi fyrir krakka og unglinga að vera á leikskólalóðinni í skemmtilegri útiveru, þá biðjum við foreldra um að ræða við krakkana og brýna fyrir þeim að skilja ekki eftir rusl á lóðinni. Þetta getur verið mjög hættulegt fyrir litlar hendur þegar börnin mæta á leikskólann, hvort sem er á leikskólatíma eða bara í útiveru með fjölskyldunni. 

Hjálpumst að við að halda umhverfinu okkar fallegu og "rusl" fríu! 

Með fyrirfram þökk.