- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Umgengni HOPP í Grundarfirði
Annað sumarið í röð eru HOPP hjól staðsett í Grundarfirði. Hjólin eru einfaldur og skemmtilegur valkostur fyrir fólk sem kýs annan fararmáta en bílinn - auðvelt að hoppa á og hoppa af.
Hinsvegar hefur því miður borið á því að notendur skilji við hjólin á óheppilegum stöðum, t.d. á miðjum gangstéttum eða þannig að það hamli gangandi og akandi vegfarendum að komast leiðar sinnar. Notendur eru vinsamlegast beðnir að kynna sér vel reglurnar sem um þessi hjól gilda og gæta vel að því hvar þau eru skilin eftir.
Það eru ekki allir sem hafa krafta til að færa til hjólin eða eiga auðvelt með að komast í kringum hjólin séu þau á miðri gönguleið.
Nokkur atriði um Hopp-hjólin, skv. fréttatilkynningu og reglum Hopp:
Grundarfjarðarbær hvetur notendur til að virða ofangreindar reglur við notkun á þessum tækjum og leggja sitt af mörkum til að allt gangi vel fyrir sig.
Hér má finna leiðbeiningar Samgöngustofu um vélknúin hlaupahjól
Hér má finna leiðbeiningar á vef Hopp