Kæri Grundfirðingur. Nú líður að sumri og kominn tími til að klæða bæinn í sumarbúning. Brettu nú upp ermar og taktu til hendinni. Nú er tíminn til að skella sér í það sem staðið hefur til lengi, henda rusli, laga til í garðinum, mála og allt hitt. Síðasta sumar leit bærinn okkar mjög vel út. Gerum hann enn flottari í ár!

Opnunartími gámastöðvarinnar er mánudaga til föstudaga kl.16:30-18:00 og laugardaga kl.10:00-12:00

Bókasafnið, félagar í Skógræktarfélagi Eyrarsveitar og garðyrkjuhópi kvenfélagsins verða með kynningar– og fræðslubás í Samkaupum 22. apríl (sumardaginn fyrsta) kl.16:00-18:00. Þar er boðið upp á ráðgjöf og leiðbeiningar.

Umhverfisnefnd Grundarfjarðarbæjar veitir  viðurkenningar fyrir bestu tilþrifin í tiltekt og fegrun.

Þetta átak er í tilefni af Degi umhverfisins sem er á sunnudaginn þ. 25. apríl n.k.

Viltu vita meira?