Umhverfisrölt með bæjarbúum

Bæjarstjórn ásamt skipulags- og umhverfisnefnd Grundarfjarðarbæjar og byggingarfulltrúa boða til umhverfisrölts, þar sem fulltrúar bæjarstjórnar, bæjarstjóri, skipulags- og umhverfisnefnd og byggingarfulltrúi, munu ganga með bæjarbúum um svæði í bænum og ræða það sem betur má fara ásamt því að skoða lausnir til úrbóta.

Umhverfisrölt verður sem hér segir:

Hverfi

Dagsetning

Upphafsstaður

Rauða hverfið

Þriðjudag 26. maí, kl. 19:30

Aðkomusvæði Skógræktar

Græna hverfið

Þriðjudag 26. maí, kl. 20:30

Kaffi 59

Bláa hverfið

Miðvikudag 27. maí, kl. 20 - FRESTAÐ V. VEÐURS

Sögumiðstöðin

Gula hverfið

Miðvikudag 27. maí, kl. 21 - FRESTAÐ V. VEÐURS

Dvalarheimilið Fellaskjól

 

VIÐBÓT: UMHVERFISRÖLT Í BLÁA OG GULA HVERFINU FER FRAM Í JÚNÍ. AUGLÝST SÍÐAR.

Ábendingar og tillögur má einnig senda í tölvupósti til skipulags- og byggingafulltrúa á netfangið bygg@grundarfjordur.is eða í netfang bæjarins grundarfjordur@grundarfjordur.is  

Bæjarbúar – mætum og látum okkur varða um umhverfi okkar.
Tökum þátt!

Í fyrstu viku júnímánaðar verður svo efnt til sérstakrar hreinsunarviku - nánar auglýst síðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar