Bætt við 17.08.2022 - Umhverfisrölti frestað, miðvikudaginn 17. ágúst, vegna veðurs. En farið verður rölt á fimmtudaginn 18. ágúst eins og gert var ráð fyrir.

Eins og fyrri ár þá boðar skipulags- og umhverfisnefnd ásamt bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar til umhverfisrölts með íbúum og öðrum áhugasömum. Þar munu fulltrúar bæjarstjórnar og skipulags- og umhverfisnefndar ganga með bæjarbúum um svæði í bænum, fara yfir umhverfisframkvæmdir bæjarins, ræða það sem betur má fara og skoða lausnir til úrbóta.

Umhverfisrölt verður sem hér segir:

 

 

Nefndin hyggst einnig fara umhverfisrúnt um dreifbýlið en það verður auglýst síðar.

Ábendingum og tillögum má einnig koma til skila með því að senda tölvupóst á grundarfjordur@grundarfjordur.is

Einnig bendum við á hnappinn, Umhverfið mitt - lengst til hægri á forsíðunni á bæjarvefnum, þar sem hægt er að senda inn ábendingar ásamt myndum.

Bæjarbúar – mætum og látum okkur varða um umhverfi okkar.

Tökum þátt!

Skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar