Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Skipulags- og umhverfisnefnd ásamt bæjarstjórn bjóða til árlegs umhverfisrölts með íbúum og öðrum áhugasömum.
Fyrra kvöldið, 24. júní, verður opið hús í Samkomuhúsinu þar sem boðið er í umhverfisspjall, kl. 19:30 - 21:00.
Farið verður yfir helstu umhverfisframkvæmdir bæjarins í ár, auk þess að ræða það sem hvílir á fólki varðandi umhverfið okkar.
Umhverfisröltið sjálft verður svo farið miðvikudagskvöldið 25. júní kl. 19:30 og lagt af stað frá aðalinngangi samkomuhússins.
Ekki verður þó rölt skipulega í öll hverfi bæjarins, heldur farið til að skoða þau atriði sem íbúar óska sérstaklega eftir.
Bæjarbúar – mætum og látum okkur varða um umhverfi okkar.
Tökum þátt!
Skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar