Umsjónarkennara/kennara vantar í Grunnskóla Grundarfjarðar

 

Grunnskóli Grundarfjarðar auglýsir eftir kennara á yngsta stig, miðstigi og unglingastigi

 

Starfshlutfall fer eftir samkomulagi

Umsjónarkennsla, danska, náttúrufræði, samfélagsgreinar og fleira

Vakin er athygli á stefnu Grundarfjarðarbæjar um jafnan hlut kynja í störfum. 

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Að annast kennslu nemenda.
  • Að standa vörð um velferð og nám barnanna.
  • Að þróa í samvinnu við samstarfsmenn framsækið og faglegt starf með áherslu á fjölbreyttar námsnálganir.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf sem grunnskólakennari
  • Reynsla af kennslu í grunnskóla mjög æskileg
  • Reynsla og þekking á fjölbreyttum kennsluaðferðum
  • Löngun til að vinna í teymi
  • Hæfni í samskiptum
  • Frumleiki og sjálfstæði
  • Brennandi áhugi fyrir kennarastarfinu
  • Laun eru samkvæmt samningi Grundarfjarðarbæjar og KÍ

 

Umsóknarfrestur er til og með 14. maí

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri í netfangið sigurdur@gfb.is og Anna Kristín Magnúsdóttir, aðstoðarskólastjóri í netfangið annak@gfb.is

Sími skólans 430-8550