Laust er til umsóknar starf umsjónarmanns fasteigna hjá Grundarfjarðarbæ.

 

Helstu verkefni eru alhliða umsjón og eftirlit með húseignum bæjarins, samskipti og þjónusta við notendur húsnæðis og eftirlit með útgjöldum. Starfsmaður hefur aðstöðu í áhaldahúsi og starfar náið með forstöðumönnum stofnana. Næsti yfirmaður er skipulags- og byggingarfulltrúi.

 

Hæfniskröfur:

-         Góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði og útsjónarsemi

-         Geta til að vinna sjálfstætt og takast á við fjölbreytt verkefni

-         Menntun sem nýtist í starfi, iðnmenntun er æskileg

-         Reynsla af rekstri, áætlanagerð og stjórnun er æskileg

-         Rík þjónustulund, áhugi og metnaður

-         Hæfni í mannlegum samskiptum

 

Leitað er að jákvæðum, úrræðagóðum og laghentum einstaklingi sem hefur ánægju af mannlegum samskiptum.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

 

Umsóknarfrestur er til 25. mars 2014. Ráðið er í starfið frá og með 1. apríl.

 

Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar Birni Steinari Pálmasyni, bæjarstjóra í netfangið bjorn@grundarfjordur.is, sem veitir nánari upplýsingar.

 

Grundarfjarðarbær