Bæjarstjórn Grundarfjarðar hefur gert breytingu á eldri samþykkt um kattahald í þéttbýlinu.

Sækja þarf um leyfi til kattahalds á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu bæjarins og hér á vefnum.

Ekki er leyfilegt að hafa fleiri en tvo ketti eldri en þriggja mánaða á sama heimili. Skv. gjaldskrá frá mars 2004 er árlegt leyfisgjald fyrir að halda kött í Grundarfirði 2.500 kr. Eigendum katta er bent á að sækja um leyfi til kattahalds fyrir 1. maí n.k. Veittur verður 50% afsláttur af leyfisgjaldi í ár sæki eigendur um leyfi fyrir þann tíma. Innifalið í leyfisgjaldi er trygging kattar, merkispjald auk umsýslugjalda sveitarfélagsins.

 

Hægt er að lesa samþykkt um kattahald og gjaldskrá hér á vefnum. Nánari upplýsingar fást á bæjarskrifstofu í s. 430 8500 auk þess sem senda má fyrirspurnir á grundarfjordur@grundarfjordur.is

 

Bæjarstjóri