Umsókn um vistun á Leikskólanum Sólvöllum


Leikskólinn Sólvellir vill hvetja foreldra/forráðamenn til að sækja um leikskólavist fyrir börn sín ef óskað er eftir því að barnið komist inn á leikskóla um 12 mánaða aldur, svo hægt sé að vinna að því að skipuleggja næsta skólaár á leikskólanum miðað við fjölda barna eftir sumarfrí.

Einnig viljum við hvetja foreldra/forráðamenn til að sækja um tímanlega um leikskólapláss hverju sinni.

Hægt er að sækja um í gegnum heimasíðu leikskólans https://solvellir2.leikskolinn.is/  og einnig á vef Grundarfjarðarbæjar hér.

Nánari upplýsingar veitir Margrét Sif Sævarsdóttir leikskólastjóri í  margretsif@gfb.is eða í síma 438-6645.