Ertu á aldrinum 18-30 ára (ekki alveg heilagt samt) og ert af Snæfellsnesi eða tengist því? Ertu búsettur á höfuðborgarsvæðinu, við nám eða störf? 

Mánudaginn 4. febrúar nk. verður "hittingur" í Reykjavík með ungu fólki af Snæfellsnesi.  

Fundurinn er haldinn í tengslum við verkefnið um Svæðisgarð Snæfellinga. Þar er horft til þess hvaða tækifæri við eigum á Snæfellsnesi og hvernig við getum unnið enn betur úr því sem svæðið býr yfir. Ekki síst er horft til þess hvernig ungt fólk geti nýtt sér tækifærin á svæðinu. 

Okkur langar að heyra í ykkur. Þess vegna bjóðum við í létt spjall mánudag 4. feb. kl. 17.30 - í Ármúla 32, 3.hæð (húsnæði Alta). 

 
Endilega látið þetta boð ganga til áhugasamra! 

 

Stýrihópur svæðisgarðsverkefnis