Börnum fæddum árið 2014 voru færðar gjafir í Sögumiðstöðinni í liðinni viku. Alls fæddust 16 Grundfirðingar árið 2014 sem er aukning frá því árinu áður. Gjafirnar eru undirbúnar í samstarfi við heilsugæsluna og leikskólann. Foreldrar ásamt börnumn sínum áttu huggulega samverustund með bæjarstjóra og fulltrúum bæjarstjórnar. Fleiri myndir er að finna á Facebooksíðu bæjarins.