- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Síðastliðinn vetur var einn af valkostunum í félagsstarfi fyrir unglinga að ganga til liðs við unlingadeildina Pjakk, sem er deild á vegum Björgunarsveitarinnar Klakks. Starf unglingadeildar hafði legið niðri um skeið en í vetur var áberandi mikil gróska í starfinu og mikil ánægja hjá krökkunum í deildinni með starfið.
Umsjón með starfi Pjakksins hafði Þorbjörg Guðmundsdóttir kennari við Grunnskólann, en starfið var hugsað fyrir nemendur í 9. og 10. bekk.
Endapunktur vetrarstarfsins var óvissuferð krakkanna í maílok og fylgir hér á eftir ferðasagan.
Ferðasaga óvissuferðar Pjakks vorið 2003
Lagt var af stað frá bænum okkar heimakæra klukkan 16:00 miðvikudaginn 28. maí. Pjakkarnir vissu ekkert hvert ferðinni var heitið enda óvissuferð. Þeir voru misánægðir með óvissuna en létu sig samt sem áður hafa það að koma með..... það var nú alveg hægt að finna að spenningur var á loftinu þrátt fyrir nasavæl sumra ferðalanganna. Mikið var reynt að plata upp úr Obbu og Bjössa hvert ferðinni var heitið.... en ekker var hægt að tosa neitt rétt upp úr þeim aðilunum Jað sjálfsögðu!
Jæja aftur að ferðasögunni. Út úr bænum renndum við og lá leiðin suður í Reykjavíkina. Bílsjórinn okkar, Bjössi, tók nokkrar beygjur og bugður til að plata Pjakkana og leiða þá villu vegar þegar einhverjar vitrænar hugmyndir komu upp um áfangastaði. En allt kom fyrir ekki og við lentum í Skútuvoginum í Reykjavík. Þar er Klifurhúsið til húsa, sem er í eigu Ísalp klúbbsins á Íslandi. Ungur drengur tók þar vel á móti okkur og hjálpaði við að koma Pjökkunum af stað í klifrið. Þetta er fyrirmyndar aðstaða og skemmtilegir veggir að kljást við. Pjakkarnir klifruðu líkt og þeir ættu lífið að leysa en að sjálfsöguðu fóru þeir mishátt! Sumir eru lofthræddari en aðrir.J
Þegar allir voru orðnir þreyttir í fingrunum eftir klifrið var farið í pizzuveislu á Pizza-hut. Í boði var pizzur, brauðstangir og gos. Sumir fengu sér þó ís á eftir og nokkrir meira en aðrir!! Þannig að þetta endaði með því að flestir fóru vel saddir á næsta áfangastað, sem var Keiluhöllin.
Ætlunin var að hafa liðakeppni.... en hún fór fyrir lítið því ekki vildu allir spila keilu með réttum forsendum ;-) það fór því þannig að annað liðið fékk að setja eitthvað dót... sem ég veit ekki hvað heitir... fyrir rennuna, þannig að kúlan hitti alltaf (eða næstum alltaf J) keilurnar! En þetta gekk glimrandi og allir fóru sáttir út í bíl að loknum leiknum og nokkur peningaplokkandi spil inni í salnum.
Þá var klukkan orðin ansi margt og því farið á svefnstað, sem var Björgunarmiðstöð Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Það þóttust nú allir vita að svefnstaðurinn yrði í Hafnarfirði, því bæði Obba og Bjössi eru jú þaðan. Og það var að sjálfsögðu rétt hjá þeim. En þá tók við endalaus barátta við óværa Pjakka sem vildu auðvitað ekkert fara að sofa þrátt fyrir að syfjan væri nálægt og þeir þyrftu að vakna klukkan hálf sjö! En að lokum sofnuðu allir en sumir áttu erfiðara með að vakna J.
Þá var allt tekið með trompi, borðaður morgunmatur, smurt nesti fyrir daginn, gengið frá og sópað eftir okkur. Vorum við því komin af stað klukkan korter í átta, uppstigningardagsmorgun í þessu frábæra veðri, það hreifðist ekki hár á höfði.
Leiðin lá beinustu leið austur í Biskupstungur. Pjakkarnir voru að vanda afar spurulir um hvert væri verið að fara, en allt kom fyrir ekki. Svo sáu þeir skilti sem á stóð Bátafólkið og þá gátu þeir lagt saman tvo og tvo og fundið út að það væri verið að fara í River – rafting.
Þegar þangað var komið var okkur öllum skellt í flotgalla og stígvél. Að því búnu keyrt með okkur að áfangastað í Hvítá. Þar fengum við kennslu í aðbúnaði og hegðun á bátunum. Svo var okkur ýtt af stað út í ánna á tveimur bátum, á hverjum bát voru svo tveir stjórnendur frá Bátafólkinu. Ferðin gekk frábærlega niður ánna, fullt af flúðum sem gerðu það að verkum að allir voru orðnir rennblautir eftir hálfnaða ferð. Á ánni fórum við í skvettukeppni við hinn bátinn og ýmsa leiki. Að sjálfsögðu þurfti Obba að detta út í ... við mikla ánægju Pjakkanna, það var mikið hlegið!! En hún var ekki sú eina og sumir hoppuðu nú líka bara sjálfir út í bara svona til að fá að prufa!
En allt gott tekur víst enda og að þessu loknu var komið upp í bíl og settust allir upp í brekku í góða veðrinu og snæddu nestið sitt. Að því búnu var haldið heim á leið. Flest vorum við þreytt, sæl og södd eftir ferðina sem að allra mati hafði heppnast mjög vel og allir fóru því sáttir við sig og sína heim, með bros á vör!
Takk fyrir veturinn,
Obba, Bjössi og Pjakkarnir