Í september var unnið með haustið í vinnustundum í Leikskólanum Sólvöllum. Byrjað var á því að fara í vettvangsferðir og umhverfið skoðað í haustlitunum. Safnað var saman  efnivið úr náttúrunni til að vinna með. Skipt var í hópa eftir aldri og var unnið verkefni um haustið eftir áhugasviði hvers hóps. 

Þann 5. október sýndu hóparnir hver öðrum afraksturinn af vinnunni. Hér að neðan eru myndir af börnunum við kynningar á verkefnum sínum.