Verkið var boðið út og samið við Kjartan Elíasson. Það felst í að byggja móttökustöð fyrir sorp, með tilheyrandi aðstöðu til móttöku, ,,römpum”, girðingu og frágangi öðrum. Verklok eru áætluð seinnipart júnímánaðar.

Á meðan verður móttaka sorps staðsett á annarri lóð við hliðina, Hjallatúni 1.

Sérstök athygli er vakin á söfnunargámum fyrir fernur og dagblöð, sem komið hefur verið upp á sorpmóttökustöðinni. Að auki eru komnir samskonar gámar við matvöruverslun Samkaupa við Nesveg. Þá verður hægðarleikur að losa sig við dagblöð og fernur um leið og farið er í búðina. Annars er rétt að hrósa Grundfirðingum fyrir góð viðbrögð við þessum gámum, þeir hafa verið duglegir að koma með blöð og fernur. Skilagjald er nú á fernum og hafa sveitarfélögin á Nesinu í hyggju að semja við íþróttafélög eða sambærilega aðila um að ganga í hús til að safna fernum, gegn gjaldi. Þess þarf svo ekki að geta að blöð og fernur fara nú í endurvinnslu á viðeigandi stöðum.