Upplestrarkeppni 7. bekkjar grunnskólans fór fram fimmtudaginn 21. febrúar sl. Krakkarnir stóðu sig öll með prýði og höfðu mikinn metnað til að standa sig vel. Seinna í vetur mun síðan fara fram upplestrarkeppni milli allra skólanna á Snæfellsnesinu.  

Þau sem þóttu skara fram úr og munu því taka þátt í sameiginlegu keppninni eru: Sigurbjörn Bjarnason, Maren Sif Árnadóttir og Snædís Ólafía Einarsdóttir.