Upplestrarkeppni nemenda í 7. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar var haldin síðastliðinn miðvikudag (3. mars) í kirkjunni.  Nemendur stóðu sig allir með prýði en þeir þrír efstu taka þátt í Upplestrarkeppni grunnskólanna á norðanverðu Snæfellsnesi. 

 

 

Dómarar í keppninni voru Gunnar Kristjánsson, Jón Ásgeir Sigurvinsson og Sigríður Finsen.  Þeir nemendur sem skipa 3 efstu sætin öðlast þátttökurétt í Stóru upplestrarkeppninni en þeir eru

 

1. sæti  Elín Sigurðardóttir

2. sæti  Guðmundur Haraldsson

3. sæti Hjörtur Steinn Fjeldsted

 

Við óskum þessum nemendum til hamingju með árangurinn og von um gott gengi í næstu keppni

 

 

Stóra upplestrarkeppnin 2003-2004

 

Upplestrarkeppni 7. bekkinga í grunnskólunum á norðanverðu Snæfellsnesi verður haldin miðvikudaginn 10. mars í kirkjunni í Grundarfirði. Þetta er liður í Stóru upplestrarkeppninni sem er haldin víða um land.  Þrír efstu keppendur frá skólunum fjórum þ.e. frá Hellissandi, Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi muna  taka þátt í þessari keppni en verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin. Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga sér um skipulag og undirbúning keppninnar.