Stóra upplestrarkeppnin var haldin í Grunnskólanum á Hellissandi mánudaginn 10. mars sl. Þar mættust 3 efstu keppendur úr 7. bekk frá  hverjum skóla á norðanverðu Snæfellsnesi og kepptu um efstu 3 sætin.  Keppnin var hátíðleg í alla staði, tónlist var flutt af nemendum Tónlistarskólans á Hellissandi og boðið var upp á veitingar fyrir keppendur og áhorfendur. Sigurvegarar fengu peningagjöf frá Sparisjóði Ólafsvíkur ásamt tösku og einnig fengu þeir bókaverðlaun sem afhent voru af fulltrúum dómnefndar. 

Eftirtaldir aðilar voru í 3 efstu sætunum:

1. sæti Kristín Lilja Gunnsteinsdóttir frá Grunnskólanum Stykkishólmi

2. sæti Sigrún Björk Sævarsdóttir frá Grunnskólanum Stykkishólmi

3. sæti Diljá Dagbjartsdóttir frá Grunnskóla Grundarfjarðar

Við óskum þessum keppendum hjartanlega til hamingju með árangurinn

Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanema á Vesturlandi

Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi fór fram 26. febrúar. Nokkrir nemendur úr 8.-10. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar tóku þátt í keppnini og einn þeirra var meðal 10. efstu í sínum árgangi en það var Þórarinn Ágúst Freysson. Honum er boðið ásamt foreldrum og stærðfræðikennara á verðlaunaafhendingu í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi laugardaginn 15. mars kl. 14.00. 

Við óskum Þórarni hjartanlega til hamingju með árangurinn.