Það leynist margt fróðlegt í gömlum fundargerðum. Í fundargerð hreppsnefndar Eyrarsveitar frá 27. nóvember 1975 er m.a. að finna umfjöllun um orkurannsóknir, samning um kaup á olíumöl og vangaveltur um hundahald. Eftirfarandi var m.a. bókað á þeim fundi:

 

1. Oddviti las upp bréf frá Orkustofnun varðandi rannsókn á heitu vatni í jörðu og benda þessar rannsóknir til frekari athugana á því og þá helst með samvinnu allra byggðarlaga á Snæfellsnesi um athugun á stærra svæði.

 

3.   Samningur við Olíumöl h/f  vegna blöndunar á Harðakambi v/. Ólafsvík

      Heildarupphæð 23.325.000.-

      Þar af hluti Eyrarsveitar 4.665.000.-

      Við undirskrift samnings greiðist kr. 1.600.000.-

      Samþ. sveitarstjórn að það greiðist úr 25% sjóð Vegagerðar ríkisins.

      Samningsdrögin samþ. samhljóða.

 

 9.  Rætt um hundahald og nauðsyn á nánari athugun vegna hundahreinsunar svo og sérstaks gjald til hreppsins fyrir hunda.

 

                                                       .....

Fundargerðin er rituð af Páli Cecilssyni, en aðrir sem sátu fundinn og rituðu undir fundargerð voru Halldór Finnson, Elís Guðjónsson, Árni M. Emilsson og Sigurður Lárusson.