- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Jólagluggaleikur Grundarfjarðarbæjar
Jólagluggaleikur Grundarfjarðar 2025 hófst formlega 9. desember síðastliðinn og stóð til 17. desember. Tólf fyrirtæki og stofnanir í Grundarfirði tóku sig til og skreyttu glugga sérstaklega og sendu inn til þátttöku í leiknum. Suma glugga var auðveldara að finna en aðra og það var gaman að heyra hvað íbúar lögðu mikið á sig til að finna þá alla. Jólin eru tími fyrir samveru og bauð jólagluggaleikurinn upp á skemmtilegt tækifæri fyrir göngutúr eða bíltúr sem margir nýttu sér, en hátt í 50 manns skiluðu inn svörum.
Þrír heppnir þátttakendur voru dregnir út úr innsendum svörum.
Vinningshafar í jólagluggaleik Grundarfjarðarbæjar 2025:
Vinningshafar fá 5.000kr. gjafabréf frá Grundarfjarðarbæ sem hægt er að innleysa hjá fyrirtækjum bæjarins, ásamt smá nammi fyrir jólin.
Fjöldi fyrirtækja og stofnana tók þátt í að skreyta glugga fyrir leikinn í ár og fá þau mikla þökk fyrir. Gluggarnir voru eins mismunandi og þeir voru margir og var gaman að sjá hversu mikil vinna var lögð í þá.