Grundarfjarðarbær blés til ljósmyndasamkeppni í þriðja sinn í sumar og haust í þeim tilgangi að safna myndum til birtingar. Þema ársins í ár var „Fólkið í bænum.“ Þátttakendur voru níu talsins og sendu þeir inn 30 myndir. Tilkynnt var um niðurstöður á vali dómnefndar á bestum myndunum á aðventudegi kvenfélagsins Gleym mér ei sunnudaginn 2. desember síðastliðinn.

Fyrir fyrstu þrjú sætin voru veitt peningaverðlaun, 50. þús. kr. fyrir fyrsta sætið, 30. þús. kr. fyrir annað sætið og 20. þús. kr. fyrir það þriðja.

 

Bestu myndirnar áttu:

1.       sæti:  Tómas Freyr Kristjánsson

2.       sæti:  Salbjörg S. Nóadóttir

3.       sæti:  Sigríður Diljá Guðmundsdóttir

Hér eru tíu bestu myndirnar:

1. sæti Tómas Freyr Kristjánsson

2. sæti Salbjörg S. Nóadóttir

3. sæti Sigríður Diljá Guðmundsdóttir

4. sæti Salbjörg S. Nóadóttir

5. sæti Sverrir Karlsson

6-10. sæti Sverrir Karlsson

6-10. sæti Sigríður Diljá Guðmundsdóttir

6-10. sæti Sverrir Karlsson

6-10. sæti Sigríður Diljá Guðmundsdóttir

6-10 sæti Dóra Þorleifsdóttir