1. sæti í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2023. Diana Arcila með mynd úr litahlaupi grunnskól…
1. sæti í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2023. Diana Arcila með mynd úr litahlaupi grunnskólans.

 

Úrslit úr ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2023 voru kynnt á aðventudegi Kvenfélagsins sunnudaginn 3. desember sl. en alls bárust 33 myndir í keppnina.

Þema keppninnar í ár var „Viðburðir og mannlíf“ og náðu ljósmyndarar að fanga mörg skemmtileg og falleg augnablik sem að áttu sér stað í viðburðum og mannlífi líðandi árs. 

Í ár var dómnefndin skipuð, úr menningarnefnd, Mörtu Magnúsdóttur, Rakel Birgisdóttur og Guðmundi Pálssynsi ásamt gestadómara, sem að þessu sinni var Hector Lopez, áhugamaður um ljósmyndun. 

Í fyrsta sæti var Diana Arcila með mynd úr litahlaupinu, í öðru sæti var Rut Rúnarsdóttir með mynd af barni og þyrlu og í þriðja sæti Sólveig Stefanía Bjarnadóttir með mynd af börnum.

Menningarnefnd þakkar öllum þeim sem tóku þátt í keppninni í ár og óskar vinningshöfum innilega til hamingju.

Við hlökkum til að fagna nýju ári með nýrri keppni og nýju þema, sem kynnt verður í byrjun árs 2024.

Hér fyrir neðan má sjá vinningsmyndirnar.