- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Úrslit í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar voru kynnt á aðventudegi kvenfélagsins Gleym mér ei, sundaginn 30. nóvember, en alls bárust 41 mynd í keppnina. Þema keppninnar í ár var „dýralíf“ og sást glögglega á myndunum að í Grundarfirði er fjölbreytt dýralíf og hæfileikaríki ljósmyndarar. Í ár var dómnefndin skipuð þeim Mörtu Magnúsdóttur og Rakel Birgisdóttur úr menningarnefnd auk Elínar Sigurðardóttur sem var gestadómari.
Úrslit í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2025:
1. Aðalsteinn Valur Grétarsson
2. Bryndís Guðmundsdóttir
3. Leifur Harðarson
Menningarnefnd þakkar öllum þeim sem tóku þátt í keppninni í ár og óskar vinningshöfum innilega til hamingju. Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2026 er formlega hafin og verður þemað „menning“, það er því um að gera að byrja að taka myndir.
Hér að neðan má sjá vinningsmyndirnar. Smellið á hverja mynd til að lesa myndatextann.