UT-2006, ráðstefna um upplýsingatækni í skólastarfi, hófst í morgun kl. 11:00 í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Um 300 þátttakendur voru skráðir á ráðstefnuna, en með starfsmönnum ráðstefnunnar og FSN og sýnendum er áætlað að um 400 manns séu í húsinu. Nokkur fyrirtæki eru með kynningarbása í anddyri skólans og á bókasafni þar sem þau kynna vörur sínar. Brynhildur Ólafsdóttir fréttamaður og Sölvi Sveinsson skólastjóri Verzlunarskóla Íslands stýra umræðum á ráðstefnunni.

 

Brynhildur Ólafsdóttir stýrði umræðum.

UT-2006 er sögð vera fyrsta gagnvirka ráðstefnan sem haldin er á Íslandi. Þátttakendur sitja við 35 5-6 manna borð, hvert borð hefur fartölvu og þátttakendur geta tjáð sig í gegnum MSN og skipst á skoðunum um viðfangsefnið. Þannig er hægt að senda athugasemdir við erindi framsögumanna um leið og þeir tala, og er þeim varpað á 2 risaskjái í salnum.

 

Björn Ásgeir, Guðlaugur og Sigmar úr stjórn nemendafélags FSN, og starfsmenn á UT, kynntu sér tölvubúnað frá EJS.