Menntamálaráðuneytið stendur fyrir UT2006 - ráðstefnu um þróun í skólastarfi, föstudaginn 3. mars 2006. Ráðstefnan er haldin í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði.

Á UT2006 er áhersla lögð á sveigjanlega kennsluhætti. Ráðstefnugestir verða virkir þátttakendur í dagskránni og formlegir fyrirlestrar verða í lágmarki.

 

Skipulag ráðstefnunnar er með nýstárlegum hætti og gefur fólki færi á að taka þátt í áhugaverðri og spennandi uppbyggingu skólastarfs á Íslandi.

UT ráðstefnurnar hafa undanfarin ár verið mjög vinsælar enda kjörinn vettvangur til að líta til framtíðar. Ráðstefnurnar eru frábært tækifæri til að hitta annað skólafólk, afla sér þekkingar og skiptast á skoðunum.

Athygli er vakin á því að í ár verður takmarkaður fjöldi að ráðstefnunni og þess vegna er tímanleg skráning mikilvæg.

 

Skólafólk er hér með hvatt til að grípa tækifærin á UT2006, föstudaginn 3. mars 2006.

 

Mennt sér um skipulagningu og framkvæmd ráðstefnunnar. Nánari upplýsingar veitir Inga Hlín, verkefnisstjóri, á skrifstofu Menntar í síma 599 1440 eða í netfanginu: ingahlin@mennt.is