Hafnarstjórn Grundarfjarðarhafnar og Siglingastofnun munu auglýsa nú um helgina útboð á endurnýjun grjótvarnar milli litlu og stórubryggju. Verkið fellst m.a. í að fjarlægja núverandi grjótvörn, sprengja eða fleyga stallinn fram við núverandi grjótvörn, endurraða grjótvörn og bæta nýju grjóti utan á eldri grjótvörn. Verklok skal verða eigi síðar en 1. desember n.k.