- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Miðgarður, vatns- og rafdreifikerfi.
Hafnarstjórn Grundafjarðarbæjar óskar eftir tilboðum í ofangreind verk.
Helstu verkhlutar:
Byggja 14,5 m2 ljósamastur vatnshús og tvær undirstöður fyrir löndunarkrana.
Leggja um 250 m af Ø50 mm2 vatnsrörum og 2.200 m af ídráttarrörum Ø35- Ø110 mm í bryggju og uppsetning á vatnsbrunnum og tenglaskápum.
Smíði töfluskápa, draga í rafstrengi um 2.300 m af 2,5 – 50 mm2 og ganga frá raflögn og lýsingu á bryggjuna.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 10. febrúar 2008.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar Grundargötu 30, Grundarfirði og skrifstofu Siglingastofnunar, Vesturvör 2, Kópavogi, frá og með miðvikudeginum 26. september gegn 5.000,-kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sömu stöðum þriðjudaginn 16. október 2007 kl. 11:00.
Hafnarstjórn Grundafjarðarbæjar.