- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út níu reglugerðir um stjórn fiskveiða á næsta fiskveiðiári. Þar á meðal reglugerð sem lýtur að úthlutun aflaheimilda til skel- og innfjarðarækjubáta sem orðið hafa fyrir skerðingu á aflaheimildum í skel og rækju. Í fréttatilkynningu kemur fram að tekin hafi verið upp nokkuð breytt viðmiðun frá því sem verið hefur því við ákvörðun bóta er litið til meðaltalsveiði síðustu tíu fiskveiðiár og þess að aðilar verði að bera 30% skerðingu frá þeirri meðaltalsveiði óbætta. Samkvæmt reglugerðinni koma rétt um það bil 4.300 þorskígildislestir til skiptingar milli rækju- og skelbáta vegna þessa. Þar af koma 2.050 lestir til úthlutunar til báta við Breiðafjörð.
Sjá nánar fréttatilkynningu á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins.