- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Þann 13. maí sl. úthlutaði Menningarráð Vesturlands styrkjum fyrir árið 2006. Nokkrar umsóknir frá Grundarfirði og tengdar Grundarfirði hlutu styrk. Þar ber fyrst að nefna að Fjölbrautaskóli Snæfellinga hlaut styrk fyrir „Listahátíð ungs fólks, listasmiðjur í Fjölbrautarskóla Snæfellinga“, þá hlaut Dögg Mósesdóttir styrk til gerðar kvikmyndar um sjóslys í Grundarfirði, Eyrbyggja - sögumiðstöð fékk styrk til rafræns sýningarhalds, Eyrbyggjar, hollvinasamtök Grundarfjarðar, fengu styrk til bókaútgáfu í ritröðina safn til sögu Eyrarsveitar, Héraðsnefnd Snæfellinga hlaut styrk vegan Jules Verne hátíðar og Byggðasafn Snæfellinga vegna Norðurslóðaáætlununar, verslunarsögu Breiðafjarðar í Norska húsinu.