Föstudaginn 26. mars. sl. fór fram úthlutun styrkja Menningarráðs Vesturlands fyrir árið 2010 við athöfn í Átthagastofu Snæfellsbæjar. Verkefnin í ár sem hljóta styrki eru 81 að tölu og úthlutað var 30,3 milljónum króna. Þetta er í fimmta skipti sem ráðið úthlutar styrkjum. Framlög til menningarrráðs frá ríkinu nemur 25 milljónum króna á þessu ári og munu sveitarfélög á Vesturlandi einnig leggja til rekstrarframlög á móti úthlutuðum styrkjum.

Fimm félög/einstaklingar í Grundarfirði hlutu styrki frá ráðinu. Þeir eru:

1. Krakkar ráða för - umsjón Ildi ehf. kr. 600.000

2. Northern Wave - Dögg Mósesdóttir kr. 500.000

3. Hönnun og framsetning á sögu Snæfellsnes - Eyrbyggja-

    Sögumiðstöð  kr. 450.000

4. Söngleikurinn Tónlistarsagan endalausa - í umsjón Sonju Karenar    

    Marinósdóttur kr. 350.000

5. Móttökuhópur fyrir gesti skemmtiferðaskipa - Grundarfjarðarhöfn

    kr. 75.000