Sjávarútvegsráðuneytið hefur staðfest reglur bæjarstjórnar Grundarfjarðar um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2005-6 sbr. reglugerð nr. 722/2005. Reglurnar hafa verið birtar á vef  ráðuneytisins og á vef bæjarins og er hægt að nálgast þær þar, eða með því að hringja á bæjarskrifstofur (s. 430 8500) og fá þær sendar.

Þeim sem óska eftir að fá úthlutað aflaheimildum samkvæmt ofangreindu, er bent á að sækja um það skriflega til bæjarstjórnar Grundarfjarðar fyrir 2. desember 2005.

 

Bæjarstjórinn í Grundarfirði

 

 

Reglur um úthlutun bæjarstjórnar Grundarfjarðar á byggðakvóta má nálgast hér