Áhugafólk um vinarbæjartengsl Grundarfjarðar og Paimpol.
Sunnudaginn 9. júlí eigum við von á á annað hundrað manns í tengslum við siglingakeppnina Skippers d'Islande. 
 
Okkur vantar margvíslega hjálp vegna móttöku siglingakeppninnar.
 
Þið sem getið lagt til hjálp vinsamlegast snúið ykkur til Shelagh Smith eða Inga Hans í Sögumiðstöðinni.
 
Móttaka Frönsku skútanna árið 2000 var áhöfnum þeirra og okkur sjálfum ógleymanleg, nú þurfum við að endurtaka leikinn.
 
Frábærar móttökur sem við höfum fengið í Paimpol, sendinefndir, börnin og hljómsveitin Rauðir fiskar eru okkur hvatning til að gera vel. Björg segir að það sé ótrúleg stemning í Paimpol og að allir í suður-Frakklandi viti hvar Grundarfjörður er.
 
Athugið að ódýrasta gistirýmið er orðið fullbókað svo ef einhver getur leyft keppendum að gista er það vel þegið.
Allir með!
 
Grundapol í Grundarfirði