Skrifstofuskólinn var með sína fyrstu útskrift þann 27. mars og voru það alls 19 nemendur sem útskrifuðust eftir 6. mánaða nám. Kennt var í fjölbrautarskóla Snæfellinga en  námskeiðið var á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands. Námið fólst í tölvukennslu, upplýsingatækni, verslunarreikningi, bókhaldi, ensku, sjálfstyrkingu og ýmsum öðrum námsþáttum.

Hér má sjá útskriftarhópinn.