Laugardaginn 18. maí brautskráðust 13 nemendur frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

Af félagsfræðabraut brautskráðust þau Anna Júnía Kjartansdóttir, Elísabet Kristin Atladóttir, Guðrún Björg Guðjónsdóttir, Jóhanna Jóhannesdóttir, Jón Ólafur Jónsson, Katrín Sara Reyes, Sandra Dröfn Thomsen og Sunna Rós Arnarsdóttir. Af starfsbraut brautskráðust 2 nemendur, þeir Bjargmundur Hermann Sigurðsson og Sigurður Fannar Gunnsteinsson.

Af náttúrufræðibraut brautskráðust Brynja Aud Aradóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir og Ólöf Birna Rafnsdóttir. 

Einnig fékk einn nemandi, Dóra Aðalsteinsdóttir sem var að ljúka námi til sjúkraliða frá Verkmenntaskóla Austurlands afhent útskriftarskýrteini sitt við athöfnina.

Athöfnin hófst á því að Skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Jón Eggert Bragason  brautskráði  nemendur og flutti ávarp.  Í ávarpinu talaði hann hlýlega til nýstúdenta og minnti þau m.a. á það að rækta ávallt sambönd sín við vini og fjölskyldu.

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir  aðstoðarskólameistari  afhenti  síðan nemendum verðlaun fyrir góðan námsárangur. Sveitarfélögin gáfu verðlaun auk Arion banka og FSN. Hæstu einkunn á stúdentsprófi  eða með  9,4 í meðaleinkunn hlaut Anna Júnía Kjartansdóttir.  Anna Júnía hlut einnig verðlaun fyrir góðan árangur í sögu, sálfræði, íslensku, ensku og þýsku. Ásamt því að fá verðlaun fyrri afburða góða ástundun í íþróttum.  Einnig fékk þessi hæfileikaríki nýstúdent viðurkenningu frá Kvenfélaginu  Gleym mér ei í Grundarfirði fyrir góðan árangur í listgreinum. Anna Júnía hefur stundað tónlistarnám af kappi og spilað með Stórsveit Snæfellsnes frá stofnun hennar. Hildur Björg Kjartansdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í líffræði, íslensku, stærðfræði og spænsku.  Katrín Sara Reyes hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í félagsfræði og  Elísabet Kristín Atladóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í sögu.

Kvenfélagið Gleym mér ei gefur einnig nýstúdentum leiðbeiningar út í lífið. En þar má m.a. finna þvottaleiðbeiningar ásamt góðum ráðum við geymslu matvæla.

 

Næst tók við tónlistaratriði þar sem Stórsveit Snæfellsnes skipuð nemendum skólans léku og sungu af mikilli snilld lagið Skyfall úr samnefndri bíómynd.

 

Að þessu sinni flutti Hólmfríður Friðjónsdóttir þýskukennari  kveðjuræðu fyrir hönd kennara og starfsfólks.  Þá hélt Gísli Valur Arnarsson ræðu fyrir hönd 5 ára stúdenta og minnti hann nýstúdenta á að gleyma ekki skólanum sínum  og sagðist  tala af reynslu og lagði mikla áherslu á að þau færu burt með gott veganesti út í lífið eftir nám við skólann.

 

Seinna tónlistaratriðið við athöfnina kom einnig frá Stórsveit Snæfellsnes en nú léku þau og sungu, Til eru fræ í útsetningu hljómsveitarinnar. Höfundur ljóðs er Davíð Stefánsson og lagið er eftir Merikanto.

 

 

Elísabet Kristín Atladóttir hélt  að lokum kveðjuræðu fyrir hönd útskriftarnema þar sem hún kvaddi skólann og starfsfólk hans með hlýjum orðum fyrir þeirra hönd.

 

Áður en skólameistari batt endahnútinn á athöfnina og skólaárið sagði hann frá því að nú loksins hefði tekist með gjafafé frá útskrifuðum FSN-ingum og  Eignarhaldsfélaginu Jeratúni að merkja skólahúsnæðið. Að ári kemur skólinn til með að fagna 10 ára stafsafmæli.