Frétt tekin af heimasíðu Grunnskóla Grundarfjarðar;

Tveir kennarar voru að útskrifast úr fjarnámi Kennaraháskólans föstudaginn 14. febrúar.  Ásta Ólafsdóttir var að bæta við sig í námi en var þó áður með kennsluréttindi og Kolbrún Reynisdóttir var að útskrifast með kennararéttindi, B.Ed gráðu.

Af þessu tilefni fengu þær afhentan blómvönd frá skólanum.

Þeim Ástu og Kolbrúnu eru færðar hamingjuóskir frá bæjarstjórn og starfsmönnum Grundarfjarðarbæjar.