Laugardaginn, 28. október brautskráðust þær Eydís Lúðvíksdóttir og Kolbrún Dröfn Jónsdóttir frá framhaldsdeild Kennaraháskóla Íslands með 30 eininga Dipl.Ed.-prófi í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á nám og kennslu ungra barna. Eydís er starfsmaður í Grunnskóla Grundarfjarðar og Kolbrún á Leikskólanum Sólvöllum.

Þeim stöllum eru færðar innilegar hamingjuóskir með áfangann!

 

Eydís og Kolbrún við útskriftina