Í gær var útskriftarhátið elstu nemendanna í Leikskólanum Sólvöllum.

Þetta eru Arnar Breki, Bjargey, Gabríel Ómar, Íris Birta, Leó, Margrét Helga, Ólafur Birgir og Sóldís Hind.  Nemendur sungu og lesin voru nokkur gullkorn.  Þá settu nemendur upp útskriftarhatta sem þau höfðu málað og fengu Ferlimöppurnar sínar afhentar. Fulltúar frá Bæjarstjórn og Foreldrafélaginu afhentu nemendum rósir. Síðan var farið í skrúðgöngu í Kaffi 59 í flatbökuveislu.  Eitt gullkorn:

Við matarborðið voru börnin að ræða helsta gagn og nauðsynjar.  Ein stelpan segir allt í einu ,,það er hægt að prenta peninga".  ,,Já", sagði þá einn strákurinn ,,maður fer bara á peningar.is".