Dagana 2.-5. júlí nk. mun vinnuskólinn bjóða uppá aðstoð í görðum hjá einstaklingum. Boðið verður uppá hreinsun beða, málun grindverka, gróðursetningu, ruslatínslu og aðra almenna garðvinnu þó ekki með vélum.

Skilyrði er að fullorðinn einstaklingur sé jafnframt á staðnum og leiðbeini. Umsjónarmaður vinnuskólans, Ingibjörg Sigurðardóttir, mun hafa umsjón með þessari vinnu, metur verkefnin og sér um að útdeila þeim til vinnuskólans.

 

Sótt er um gegnum bibbasig@simnet.is eða í síma 430 8500. Taka þarf fram hvaða aðstoðar sé óskað og á hvaða tíma. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 29. júní.

 

Vinnuskólinn