Vegna vinnu við stofnæð vatnsveitu Grundarfjarðar verður lokað fyrir vatnsveituna í dag frá kl. 20:00 og fram eftir nóttu.

 

Lokunin hefur fyrst og fremst áhrif á eftirfarandi stöðum:

 

  • Sveitabærinn Kverná
  • Iðnaðarsvæðið við Kverná
  • Grafarbæirnir fjórir
  • Smábátahöfnin (suðurgarður)
  • Grundargata 4, 6, 7, 8 og 10

 

Aðrir hlutar bæjarins fá vatn úr miðlunargeyminum fyrir ofan bæinn, á meðan á lokuninni stendur, en þó gæti orðið vart vatnstruflana í öllum bænum þegar líða tekur á nóttina.

 

Beðist er velvirðingar á því ónæði sem þetta kann að valda.

 

Jökull Helgason,

skipulags- og byggingarfulltrúi