Veðurstofa Íslands er búin að setja upp sjálfvirka veðurstöð í Grundarfirði.  Stöðin er staðsett í landi Grafar. Veðurstöðin mælir hita, vindhraða, vindátt og úrkomu á 10 mín fresti allan sólarhringinn.  

Gögnin eru hringd inn til Veðurstofunnar á klukkustundarfresti og sett í gagnagrunn.  Hægt er að skoða mælingar sl. sólarhring og sl. viku á vefnum, sem línurit

 

http://www.vedur.is/athuganir/sjalfvirkar/grufj

og á töfluformi

http://www.vedur.is/athuganir/sjstod/1938.html

 

Mælingarnar verða vistaðar varanlega í gagnagrunni Veðurstofunnar og munu vonandi veita gagnlegar upplýsingar um veðurfar í Grundarfirði, er fram líða stundir.