Veðurstofa Íslands hefur tekið saman upplýsingar um veður í Grundarfirði árið 2005. Í samantektinni kemur fram að meðalhiti í Grundarfirði var 4,9°C, hæsti hiti mældist 26. júlí, 18.7°C og lægsti hiti var -11,0°C hinn 23. janúar. Meðalvindur á árinu var 5,4 m/s sem var sá sami og í Stykkishólmi en logn mældist hér 2,9% en 1,1% í Stykkishólmi.

Í meðfylgjandi skrám má sjá samantekt Veðurstofunnar ásamt samanburði við veðurstöðina í Stykkishólmi. Ekki reyndist unnt að fá samanburð við veðurstöð í Ólafsvíkurhöfn vegna tæknilegra vandkvæða. Einnig eru sambærilegar upplýsingar fyrir árið 2004.

 

Tekið skal skýrt fram að þau tvö ár sem samanburður er til fyrir er engan veginn nægilega langur tími til að draga ályktanir um veðurfar í Grundarfirði umfram þau ár.

 

Þessar upplýsingar eru allar á veðursíðu vefsins en tengill á hana er á forsíðunni.

 

Vindrós fyrir Grundarfjörð 2005

Vindrós fyrir Grundarfjörð 2004

Veðurathuganir 2004