Eftirfarandi frétt birtist á vef Bæjarins besta, http://www.bb.is/:

 

Vefsíða fyrir ferðalanga sem vilja deila bensínkostnaði hefur verið komið upp á Internetinu. Smiður síðunnar er Ísfirðingurinn Birgir Þór Halldórsson. „Hugmyndin kom frá Anitu Hübner í sumar en í heimalandi hennar Þýskalandi eru slíkar síður vel þekktar. Síðan kom svo upp rétt fyrir verslunarmannahelgi og er enn það ný að hún er ekki mjög þekkt en fólk hefur þó tekið hugmyndinni vel“, segir Birgir.

 

Á síðunni skráir fólk niður hvort það sé að leita eftir farþegum eða fari og hvert ferðinni er heitið. Upplýsingar á síðunni er hægt að nálgast á ensku og íslensku og er verið að vinna að sænskri þýðingu. Þá segir Birgir að eftir nokkrar vikur verði vefurinn á 10 tungumálum. Nálgast má síðuna á slóðinni  http://www.samferda.net/