Föstudaginn s.l. stóð Lúðrasveit Tónlistarskóla Grundarfjarðar fyrir tónleikum í húsakynnum FSN. Tónleikarnir báru heitið „Velkomin í bíó“ og var tónlistin valin úr heimi kvikmynda og tónlistarmyndbanda. Á meðan gestir nutu tónlistarinnar voru sýnd viðeigandi myndbrotsem efldu og mögnuðu stemminguna.

Salurinn var þéttsetinn og var mikil og almenn  ánægja með leik lúðrasveitarinnar. Auk hljóðfæraleikara í lúðrasveitinni komu fram hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og fleiri þungavigtarmenn úr tónlistargeiranum. Til þess að skapa ekta bíóstemningu var á boðstólum popp og kók sem selt var til styrktar starfi lúðrasveitarinnar.  Í lok tónleikanna fengu hljóðfæraleikarar, kynnir, stjórnandi og aðrir sem tóku þátt í þeim, blóm frá Grundarfjarðarbæ í þakklætisskyni.