Forvarnardagurinn var haldinn í annað skiptið í Grundarfirði í gær 9. september. Dagurinn var vel heppnaður og var þátttakan góð. Slökkviliðið vakti mikla lukku í leik- og grunnskólum Grundarfjarðar þegar meðlimir þess fræddu börnin um brunavarnir. Vís og Arion banki gáfu endurskinsmerki.

 

Þorlákur Árnason þjálfari og starfsmaður KSÍ hélt áhugaverðan fyrirlestur um markmiðasetningu og hæfileika fyrir nemendur fjölbrautaskólans.

Forvarnardeginum lauk svo með kynningarfundi CoDA í Bæringsstofu.