Um 50 Grundfirðingar sóttu íbúafund sem haldinn var 15. nóvember sl. Á fundinum fóru Sigurborg Kr. Hannesdóttir, forseti bæjarstjórnar og Björn Steinar Pálmason, bæjarstjóri, yfir helstu mál sem unnið er að á vettvangi bæjarins auk þess sem farið var yfir helstu fjárhagstölur.

Baldur Orri Rafnsson sagði frá bæjarhátíðinni "Á góðri stund" sem var í höndum Hátíðarfélags Grundarfjarðar. Hátíðin tókst afskaplega vel.

Þá sagði Johanna Van Schalkwyk frá undirbúningi að stofnun grasrótarfélags um vinabæjartengsl Grundarfjarðar og Paimpol í Frakklandi.

Að lokum voru umræður og fyrirspurnir. Fundinum stýrði Guðmundur Smári Guðmundsson.